Sérvöruverslunin Nexus hagnaðist um 33,1 milljón árið 2020, en til samanburðar hefur afkoma félagsins ekki farið yfir 4 milljónir frá árinu 2015. Hagnaður fyrirtækisins var hærri á síðasta ári heldur en samanlögð afkoma á árunum 2001-2019, sem er eins langt og ársreikningar fyrirtækisins ná aftur í fyrirtækjaskrá.

Velta Nexus, sem rekur spila- og myndasöguverslanir í Glæsibæ og Kringlunni, jókst um 19% á milli ára og nam 598 milljónum árið 2020. Nexus tók í gagnið vefverslun stuttu eftir að. Að meðaltali störfuðu 49 starfsmenn hjá fyrirtækinu en laun og launatengd gjöld námu 133 milljónum.

Gísli Einarsson, eigandi Nexus, sagði við Viðskiptablaðið í byrjun faraldurs að það væri rífandi sala í spilum. „Það er alveg augljóst að landinn ætlar að spila á þessum covid-tímum," sagði Gísli í apríl 2020. „Það sama gerðist í síðustu kreppu, þá seldust spil mjög vel.“

Eignir félagsins voru bókfærðar á 175 milljónir í árslok 2020, eigið fé var 60 milljónir og skuldir 115 milljónir.