Könnun á trausti fólks í fjórum löndum til ýmissa stofnana á dögum plágunnar bendir til þess að almenningur sé fremur sáttur við stjórnvöld og heilbrigðiskerfi. Í súluritinu að ofan sést hlutfall fólks, sem var ánægt með viðkomandi stofnun að frádregnum þeim, sem voru óánægðir.

Nú er staðan eilítið misjöfn eftir löndum, en þó skera fjölmiðlar sig verulega úr hvað óánægju varðar. Rétt er að hafa í huga að spurt var um frammistöðu stofnananna sérstaklega hvað faraldurinn varðaði. Þetta er talsvert önnur staða en kom fram í þjóðarpúlsi Gallup á Íslandi í fyrri viku, en 75% segjast treysta fjölmiðlaumfjöllun vel.