Mikael Torfason.
Mikael Torfason.

Mikael Torfason, aðalritstjóri á fréttastofu 365 miðla, fer af stað með umræðuþátt á Stöð 2 um mánaðamótin.

Þátturinn mun heita Mín skoðun og fyrsti þátturinn fer í loftið 2. febrúar næstkomandi. Þátturinn verður á sunnudögum eins og þjóðmálaþátturinn Sunnudagsmorgunn sem Gísli Marteinn Baldursson heldur úti á RÚV og Sprengisandur sem Sigurjón M. Egilsson er með á Bylgjunni. Þáttur Mikaels verður þó á dagskrá eftir hádegi en hinir þættirnir eru á dagskrá fyrir hádegi.

Mikael Torfason sótti ekki vatnið yfir lækinn þegar að nafn á þáttinn var fundið. Þátturinn ber heitið Mín skoðun en það sama nafn bar einmitt þáttur Valtýs Björns Valtýssonar á X-inu 977, ekki alls fyrir löngu.

Kynningarstikla þáttarins hefur verið birt á fréttavefnum Vísi.