Tap á rekstri Nýsis nam 937 milljónum króna á fyrri hluta árs, en hagnaður félagsins nam 394 milljónum króna á sama tímabili í fyrra, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Helsta ástæða tapsins er óhagstæð gengisþróun, en gjaldfært gengistap vegna lána í erlendum gjaldmiðlum nam 688 milljónum króna, segir í tilkynningunni.

Fastafjármunir nema í lok tímabilsins 30.637 milljónum króna og veltufjármunir 4.177 milljónum króna. Eignir eru samtals 34.814 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall er 10,7%.

Skuldir og skuldbindingar samstæðunnar nema 31.094 milljónum króna og eigið fé í lok tímabilsins er 3.720 milljónir krónur að meðtaldri hlutdeild minnihluta.

Áætluð velta Nýsis hf og dótturfélaga á árinu 2006 er um 2.800 milljónir króna.

Dótturfélög Stofns fjárfestingarfélags eru Salus ehf. (50%), Faxafen ehf. (50%), Hraðbraut ehf. (50%), Artes ehf. (81%), Sjáland ehf. (67%) og Mostur (50%). Mostur er 100% eigandi Gránufélagsins ehf. og 70% eigandi Laxnesbúsins ehf.

Önnur dótturfélög Nýsis hf. eru Nysir UK Limited, Nysir Danmark Aps og Nysir Malta Limited.