Svissneski úr- og skargripaframleiðandinn Swatch Group tilkynnti í gær að hreinn hagnaður milli ára hafi aukist um 35% í fyrra. Hagnaðurinn af rekstri fyrirtækisins nam 683 milljónum Bandaríkjadala í fyrra.

Ástæða góðrar afkomu er rakin til aukins verðmæti eignarhlutar í kínversku smásölufyrirtæki auk mikillar eftirspurnar eftir úrum og skartgripum á árinu. Sérfræðingar eru bjartsýnir á framhaldið og búast við söluaukningu á þessu ári.