Þrátt fyrir að viðskipti hafi glæðst á fasteignamarkaði, ef mið er tekið af vísitölu íbúðaverðs, á undanförnum tveimur mánuðum, þá er enn mikil óvissa á fasteignamarkaði og nokkuð í að uppsveifla geti hafist að nýju. Þetta segir Hörður Garðarsson, hagfræðingur á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands.

Mælingar á þróun fasteignaverðs hafa verið háðar umtalsverðri óvissu sem ekki sér enn fyrir endann á. Ekki síst er það hátt hlutfall makaskipta af fasteignaviðskiptum og ákvörðun um frestun á nauðungarsölum fram í mars á næsta ári sem valda nokkurri óvissu. Mæling á þróun vísitölunnar tekur ekki tillit til makaskiptasamninga, þ.e. viðskipta þar sem fasteignir eru notaðar sem hluti af umsömdu kaup- og söluverði. Í október voru makaskipti 12,7% af heildarviðskiptum en sé horft yfir árið eru makaskiptin 15-20% af öllum viðskiptum. Svo hátt hlutfall makaskipta er afar óalgengt á fasteignamörkuðum í öðrum löndum að því er Viðskiptablaðið kemst næst.

Samhliða þessari breytingu á eðli fasteignaviðskipta á markaðnum hefur leigusamningum fjölgað mikið.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .