Heildarvelta í Kauphöllinni í dag nam 2.032 milljónum króna, þar af var 1.599 milljóna króna velta með hlutabréf.

Á hlutabréfamarkaðnum voru mest viðskipti með bréf í Icelandair Group eða ríflega 481 milljóna króna viðskipti. Bréfin hækkuðu um 2,34%. Viðskipti voru með hlutbréf í Marel námu 274 milljónum og hækkuðu bréfin um 2,90%.  Gengi hlutabréfa í N1 lækkuðu um 0,86% í tæplega 110 milljóna króna viðskiptum.

Úrvalsvísitalan hækkaði í dag um 1,55% og stóð í 1.331,31 stigum í lok dag.

Lítil viðskipti voru á skuldabréfamarkaðnum. Velta með skuldabréf nam einungis 432 milljónum króna og voru það nánast einungis viðskipti með óverðtryggð bréf. Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1%.