Ný lög um atvinnuleysistryggingar taka gildi um áramótin og þá styttist hámarksgreiðslutímabil atvinnuleysisbóta um sex mánuði. Um 500 manns missa rétt til bóta þegar nýju lögin taka gildi.

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir í samtali við fréttastofu RÚV að íslenska ríkið spari um milljarð króna á ári með því að stytta bótatímabilið. Hún segir að verið að sé að breyta atvinnuleysistryggingakerfinu og færa það nær Norræna módelinu. Þar sem vinnumarkaður hafi tekið vel við sér undanfarin sé þetta rétti tíminn til breytinga.

Að sögn Eyglóar er bótatímabilið í Íslandi í dag með því lengsta sem þekkist á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir breytingarnar sem verði um áramótin verði bótatímibilið enn eitt það lengsta á Norðurlöndunum.