Airbus hefur helmingað framleiðslu sína á ofurþotunni A380, en frá árinu 2018 verða einungis 12 framleiddar á ári en í fyrra voru 27 afhentar nýjum eigendum.

Tap á ný?

Nú eru 193 tveggja hæða A380 flugvélar í notkun, en flugvélin byrjaði að skila hagnaði í fyrsta sinn á síðasta ári. Í vélinni sem er með fjóra flughreyfla eru 544 farþegasæti.

Léleg eftirspurn eftir risaþotunni er í mótsögn við aukna eftirspurn eftir minni flugvélum fyrirtækisins, en fyrirtækið lýsti yfir að búið væri að panta minni vélar fyrir andvirði 20 milljarða Bandaríkjadala. Áhyggjur eru uppi að þetta þýði samt sem áður að fyrirtækið verði rekið með tapi á ný.