Seðlabankanum bárust alls 49 tilboð að fjárhæð 43,8 milljónir evra í gjaldeyrisútboði um kaup á evrum í maí. Tilboðum var tekið upp á 23,7 milljónir evra. Útboðsverðið var ákveðið með þeim hætti að öll samþykkt tilboð voru tekin á sama verði (e. single price), sem var ákvarðað 245 krónur fyrir hverja evru, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum.

Á sama tíma var niðurstaða útboðs um kaup á krónum fyrir evrur sú að öll samþykkt tilboð voru tekin á sama verði (e. single price), sem var ákvarðað 246 krónur fyrir hverja evru. Alls bárust 42 tilboð upp á 29 milljarða króna og var tilboðum upp á 7,5 milljarða tekið.

Þetta er lægri upphæð en í útboði Seðlabankans í apríl. Þá var niuðrstaða útboða um kaup á evrum. Þá bárust 66 tilboð upp á  61,3 milljónir evra og var tilboðum fyrir 38,6 milljónir evra tekið. Útboðsverðið var ákveðið með þeim hætti að öll samþykkt tilboð voru tekin á sama verði (e. single price), sem var ákvarðað 238,8 krónu fyrir hverja evru.

Í útboði um kaup á krónum fyrir evrur á sama tíma hljóðuðu samþykkt tilboð upp á 239 krónur fyrir hverja evru. Alls bárust 39 tilboð í útboðinu upp á 25,3 milljarða króna og var tilboðum upp á 9,1 milljarð króna tekið.