Matsfyrirtækið Moody´s lækkaði í kvöld lánshæfismat Ítalíu um þrjá flokka með neikvæðum horfum. Einkunn Ítalíu fer úr Aa2 í A2, sem er fimm flokkum fyrir ofan ruslflokk.

Lækkunin endurspeglar að mati Moody´s þá erfiðaleika sem framundan eru hjá Ítalíu og öðrum skuldsettum evruríkjum við að endurfjármagna sig. Líklegt er að lækkunin muni einnig hafa áhrif á fjármögnun ítalskra banka og líkur á að hlutabréf þeirra muni lækka við opnun markaða í fyrramálið.

Lækkunin nú er mjög mikil fyrir svo stórt efnahagssvæði, en Ítalía er þriðja stærsta efnahagssvæði Evrópu.

Í síðasta mánuði lækkaði Standard & Poor's lánshæfiseinkunn Ítalíu. Gefa matsfyrirtækin ríkinu sambærilega einkunn eftir lækkun Moody´s í kvöld.

Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu og Herman Van Rompuy forseti Evrópusambandsins.
Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu og Herman Van Rompuy forseti Evrópusambandsins.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu og Herman Van Rompuy forseti Evrópusambandsins.