Moody's staðfestir nú í fyrsta sinn lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs á Íslandi og gefur honum einkunnina Aaa. Matið byggist einkum á öflugri ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs gegn tapi en einnig er tekið tillit til þess lykilhlutverks Íbúðalánasjóðs að styðja við stefnu yfirvalda í húsnæðismálum.

Íbúðalánasjóði er ekki ætlað að skila hagnaði af starfsemi sinni heldur að styðja við stefnu yfirvalda í húsnæðismálum, einkum hvað varðar það að stuðla að séreign íbúðarhúsnæðis einstaklinga með bestu fáanlegu lánskjörum. Verkefni Íbúðalánasjóðs eru einkum þau að (i) veita einstaklingum/fjölskyldum veðlán (nú fjármagnað með útgáfu húsbréfa), (ii) að veita lán til einstaklinga með lágar tekjur auk sveitarfélaga, fyrirtækja og samtaka sem byggja/kaupa leiguhúsnæði (nú fjármagnað með útgáfu húsnæðisbréfa) og (iii) að fylgjast með þörf fyrir íbúðarhúsnæði á Íslandi og að aðstoða sveitarfélögin við gerð áætlana um að mæta þörf fyrir íbúðarhúsnæði.

Íbúðarlánasjóður nýtur öflugrar ríkisábyrgðar gegn tapi (sem er sambærileg við ?Guarantee of Collection") af hálfu eiganda síns, lýðveldisins Íslands. Ríkissjóður Íslands ber ótvíræða og ótakmarkaða ábyrgð á öllum fjárhagslegum skuldbindingum Íbúðalánasjóðs í samræmi við íslensk lagaákvæði. Þessi ábyrgð tryggir þó ekki að mati Moody's ótímasetta endurgreiðslu. Matsstofnunin tekur engu að síður tillit til mikilvægis Íbúðalánasjóðs fyrir ríkisvaldið (eins og best sést á því að sjóðurinn ber ábyrgð á um 78% allra veðlána og helmings allrar verðbréfaútgáfu á Íslandi um þessar mundir). Að mati stofnunarinnar dregur það á fullnægjandi hátt úr óhjákvæmilegum takmörkunum ríkisábyrgðarinnar. Moody's telur það einnig jákvætt að íslensk yfirvöld taka virkan þátt í stjórn Íbúðalánasjóðs og eftirliti með honum eins og segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Aaa lánshæfieinkunn Íbúðalánasjóðs tekur einnig tillit til fullnægjandi grundvallarþátta í starfsemi sjóðsins. Moody's leggur einkum áherslu á góða eignastöðu Íbúðarlánasjóðs sem kemur hvað best fram í litlu hlutfalli vanskila, öflugu kerfi til varnar gegn tapi og fremur lágt stig útlánagildis (LTV ? Loan To Value). Tryggir ábyrgðarstaðlar sjóðsins vinna gegn áhættunni á að uppsöfnun verði á eignum auk þess sem jákvæðs ástands í íslensku efnahagslífi nú. Möguleikar Íbúðalánasjóðs á að afla sér tekna eru nokkuð takmarkaðar, ekki aðeins vegna áðurnefndra krafna um að ekki verði hagnaður af starfseminni, heldur einnig vegna þess að einkum er treyst á vaxtatekjur sem í sjálfu sér byggist á fremur þröngu hlutfalli nettóhagnaðar. (Þetta endurspeglar áhersluna á hina litlu áhættu í starfsemi Íbúðalánasjóðs ásamt þeirri staðreynd að hagnaðarhlutfall Íbúðalánasjóðs er ákveðin af félagsmálaráðherra). Fjárhagslegt framlag er fullnægjandi í ljósi hins áðurnefnda stuðnings ríkisins og almennrar áhættustefnu stofnunarinnar.

Jafnvel þótt Íbúðalánasjóður treysti eingöngu á markaðsfjármögnun hafa skuldabréf jafnan verið gefin út á blönduðum grundvelli. Íbúðalánasjóður tekur auk þess enga gengisáhættu. Moody's sagði að þær breytingar sem væntanlegar eru hjá Íbúðalánasjóði með íbúðarbréfakerfinu nýja (sem tekið verður upp í júlí 2004) muni engu að síður leiða til ákveðinnar fyrirframgreiðsluáhættu vegna þess að hin nýju íbúðabréf Íbúðalánasjóðs (sem koma í stað húsbréfa og húsnæðisbréfa) verða ekki með innköllunarákvæði. Áhætta vegna fyrirframgreiðslu er takmörkuð í ljósi þess að lántaki getur einungis nýtt sér þann valrétt þegar eign er seld og fyrirframgreiðslur hafa verið um 3% í sögulegu samhengi. Stefnumótun Íbúðalánasjóðar hvað lausafé varðar er skynsamleg.

Kæra hefur verið lögð fram um að starfsemi Íbúðalánasjóðs gangi í bága við samkeppnisreglur Eftirlitsstofnunar ESB vegna þess forskots sem sjóðurinn nýtur í samkeppni sinni við aðra veðlánendur og hún gæti haft áhrif á starfsemi hans. Moody's hefur ekki trú á því að einkavæðing sé væntanleg í fyrirsjáanlegri framtíð en allar mögulegar breytingar á heildarumboði Íbúðalánasjóðs þarf að staðfesta með lögum og þau myndu ekki breyta neinu um núverandi ríkisábyrgð á þeim veðbréfum sem gefin hafa verið út.

Íbúðalánasjóður á heimili sitt og varnarþing í Reykjavík og heildareignir hans jafngilda 459,8 milljörðum íslenskra króna (?5,1 milljarður) þann 31. desember 2003.