Almenningur er ekki hlynntur styttingu námstíma til stúdentsprófs ef marka má niðurstöður könnunar sem Viðskiptablaðið lét framkvæma.

Könnunin var framkvæmd í tengslum við aðalfund Samtaka atvinnulífsins og ritið „Uppfærum Ísland“ sem samtökin gáfu nýverið út. Meðal þess sem þar er lagt til er að námstími til stúdentsprófs verði styttur.

Könnunin var framkvæmd af MMR og var lögð fyrir 870 einstaklinga á aldrinum 18-67. Hér má sjá svör við spurningu um vilja til styttingar námstíma og skoðun á jafnvægi bóknáms og verknáms í íslenska skólakerfinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Könnun Viðskiptablaðsins um styttingu námstíma
Könnun Viðskiptablaðsins um styttingu námstíma