Robert Mugabe, forseti Zimbabve, hefur náðað 2000 fanga til þess að reyna að draga úr þrengslum í fangelsum landsins. Fangelsin skortir nauðsynlega fjármagn og jafnvel mat, eftir því sem fram kemur í Washington Post.

Á mánudag fullyrti Huggins Machingauta, yfirmaður fangelsismála, að allir kvenfangar, fangar undir átján ára aldri, fangar yfir 70 ára aldri og lífshættulega veikir fangar fengu frelsi.

Hann sagði jafnframt að þeir sem afplánuðu dóma vegna morða, nauðgana og vopnuð ráð myndu ekki fá frelsi.