Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í morgun hefur Samkeppnieftirlitið lagt blessun sína á kaup Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og Háa Kletts, félags Árna Péturs Jónssonar, á Gleðipinnum. Um er að ræða kaup á á Hamborgarafabrikkunni, Aktu Taktu, American Style og Blackbox ásamt Rush Trampólíngarði, Keiluhöllinni og Shake & Pizza. Fyrri eigendur Gleðipinna munu þó áfram koma að eignarhaldi og rekstri á Keiluhöllinni og Rush. Seljendur halda einnig áfram eignarhaldi sínu á Saffran, Pítunni og hlutdeild í Olifa - Madre Pizza og Icelandic Food Company.

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins (SKE), þar sem kaupin eru samþykkt, kemur margt áhugavert fram. Það áhugaverðasta verður þó að teljast það að sala Gleðipinna á framleiðslurétti á Hamborgarafabrikkusósum til Múlakaffis, sem ráðist var í þar sem eftirlitið hafði áhyggjur af „skaðlegum“ áhrifum sem samruni KS og Gleðipinna hefði á markaði fyrir tilbúnar kaldar sósur, virðist hafa orðið til þess að SKE ákvað að aðhafast ekki frekar vegna samrunans.

Kaldar sósur enn ofarlega í huga SKE

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði