Hlutabréf Teslu hækkuðu um 3,3% eftir orð forstjórans á Twitter um að fyrirtækið myndi tilkynna um nýja vöru sem er ekki bifreið. Þetta segir í frétt Bloomberg .

Tesla er að notfæra sér litíum rafhlöðu sína til að öðlast samkeppnisforskot á markaði fyrir orkugeymslu og gæti á endanum ógnað þeim sem hafa markaðsráðandi stöðu í dag.

„Við munum afhjúpa Teslu batteríið sem mun brátt verða tiltaks fyrir heimili og fyrirtæki“, sagði Musk á orkuráðstefnu í síðasta mánuði.