Tækni- og hugverkaþing Samtaka iðnaðarins var haldið  í Norðurljósum í Hörpu á fimmtudaginn. „Stórsókn til framtíðar" var yfirskrift þingsins en á því var ljósi varpað á stöðu hugverkaiðnaðar á Íslandi, kynntar fjölbreyttar greinar hugverkaiðnaðarins og tækifæri til framtíðar.

Á þinginu greindi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, frá stofnun sjóðsins Kríu. Kría er frumkvöðlasjóður eða hvatasjóður sem fjárfestir í vísisjóðum (Venture Capital) og mun auka aðgengi að fjármagni og tryggja samfellu í fjármögnunarumhverfi frumkvöðla og nýsköpunar. Fjöldi erinda var fluttur á þinginu og stýrði Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, umræðum.

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins.
© BIG (VB MYND/BIG)

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, flutti opnunarávarp þingsins.

Valgerður Halldórsdóttir, stjórnarmaður í Sagafilm.
Valgerður Halldórsdóttir, stjórnarmaður í Sagafilm.
© BIG (VB MYND/BIG)

Valgerður Halldórsdóttir, stjórnarmaður í Sagafilm, ræddi um kvikmyndaiðnaðinn.

Hilmar Bragi Janusson, forstjóri Genís.
Hilmar Bragi Janusson, forstjóri Genís.
© BIG (VB MYND/BIG)

Hilmar Bragi Janusson, forstjóri Genís, talaði um líf- og heilbrigðistækniiðnaðinn.

Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri hjá Advania Data Centers.
Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri hjá Advania Data Centers.
© BIG (VB MYND/BIG)

Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri hjá Advania Data Centers, flutti erindi um gagnaversiðnaðinn.

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.
© BIG (VB MYND/BIG)

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, flutti erindi með yfirskriftinni Fréttir úr framtíðinni.

Sigriður Mogensen, forstöðumaður hugverkasviðs SI.
Sigriður Mogensen, forstöðumaður hugverkasviðs SI.
© BIG (VB MYND/BIG)

Sigriður Mogensen, forstöðumaður hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, var fundarstjóri á þinginu.