Jan Peter Schmittmann, bankastjóri hollenska ABN Amro árin 2003-2008, myrti eiginkonu og dóttur áður en hann svipti sig lífi. Wall Street Journal greinir frá þessu og hefur eftir hollensku lögreglunni.

Lögreglan fann sjálfsvígsbréf frá Schmittmann en fjölskyldan fannst látin á laugardag á heimili sínu í skammt frá Amsterdam.Eldri dóttir Schmittmann var ekki heima þegar morðin áttu sér stað.

Í yfirlýsingu frá aðstandendum hinna látnu segir að Schmittmann hafi átt við þunglyndi að stríða síðustu misseri.

Schmittmann neyddist til að segja af sér þegar hollenska ríkið þjóðnýtti ABN Amro síðla árs 2008. Í kjölfarið hófust málaferlil milli hans og ríkisins, og var honum dæmdar 8 milljónir evra í starfslokalaun samkvæmt samningi.