*

laugardagur, 20. júlí 2019
Innlent 27. júní 2018 16:13

N1 lækkar um rúm 5%

Hlutabréfaverð í N1 hefur lækkað um 5,11% í 329 milljóna króna viðskiptum í dag.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréfaverð í N1 hefur lækkað um 5,11% í 329 milljóna króna viðskiptum í dag. Næst mest lækkaði Reginn eða um 2,55%

Í morgun fjallaði Viðskiptablaðið um að tafir verði á samþykki frá Samkeppniseftirlitinu á kaupum N1 á Festum. N1 hefur lagt fram sáttatillögu þess efnis að félagið selji frá sér tilteknar eignir, þ. á. m. tilteknar eldsneytisafgreiðslustöðvar.

Mest hækkaði verð á bréfum í Arion banka eða um 4,72% í 51 milljóna viðskiptum. Næst mest hækkun var hjá Icelandair eða 1,51% í 183 milljóna króna viðskiptum.