*

þriðjudagur, 17. maí 2022
Erlent 7. ágúst 2021 18:03

Nærri tvö ár í fjarvinnu í faraldrinum

Skrifstofustarfsmenn Amazon geta ekki snúið aftur fyrr en í byrjun næsta árs. Verða þá búnir að vera í fjarvinnu í tæp 2 ár.

epa

Amazon hefur tjáð skrifstofustarfsfólki sínu vestanhafs að það muni ekki eiga kost á að snúa aftur til starfa á skrifstofum félagsins fyrr en á næsta ári þar sem Covid faraldurinn heldur áfram að gera Bandaríkjamönnum lífið leitt. BBC greinir frá.

Áður stóð til að starfsmönnum yrði gert kleift að mæta aftur á skrifstofurnar 7. september nk. en nú hefur endurkomunni verið frestað til 3. janúar á næsta ári. Þá verður skrifstofufólk Amazon búið að starfa í fjarvinnu í tæplega tvö ár. 

Önnur stórfyrirtæki vestanhafs, Wells Fargo og Blackrock, hafa einnig frestað endurkomum starfsmanna á skrifstofur sínar.

Stikkorð: Amazon fjarvinna Covid