Gengi hlutabréfa Marel hækkaði um 1,9% í 356 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í dag. Þetta var mesta gengishækkun dagsins. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Regins um 1,57%, Össurar 1,45% og Vodafone um 1,3%. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Haga um 0,9%, VÍS um 0,88%, Eimskips um 0,87%, N1 um 0,6% og HB Granda um 0,56%.

Á móti lækkaði gengi bréfa TM um 1,89% og Sjóvár um 0,78.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,8% og endaði hún í 1.170 stigum. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam rúmum 5,5 milljörðum króna. Mest var veltan með hlutabréf VÍS eða upp á rúma 1,9 milljarða króna. Þar munar mestu um kaup Lífeyrissjóðs verslunarmanna um 5%. Sjóðurinn á nú 9,82% hlut í VÍS.