Nafnávöxtun Lífeyrissjóðs verslunarmanna var 3,5% fyrstu fjóra mánuði ársins. Þá jókst hrein eign sjóðsins um 155 milljarða króna í fyrra og var um 868 milljarðar í árslok. Um er að ræða metaðkomu hjá sjóðnum. Raunávöxtun var þá 15,6%. Kemur þetta fram í tilkynningu frá lífeyrissjóðnum.

Um 136 milljarðar eru tilkomnir vegna fjármunatekna eða fjárfestinga og um 37 milljarðar vegna iðgjalda. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins jókst hrein eign til greiðslu lífeyris úr 868 milljörðum í 904 milljarða.

Lífeyrisgreiðslur sjóðsins í fyrra skiptust þannig að 18% fóru til greiðslu örorkulífeyris, 6% í maka- og barnalífeyri, 4% í séreignarsparnað og 72% í ellilífeyrisgreiðslur.