Seðlabankinn veitti í dag þrotabúi Kaupþings undanþágu frá gjaldeyrishöftum í dag vegna nauðasamnings kröfuhafa þrotabúsins.

Þrotabú Kaupþings mun því hefja greiðslur samkvæmt nauðasamningi sem samþykktur var af kröfuhöfum Kaupþing þann 24. nóvember sl. og staðfestur af Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. desember 2015.

Kaupþing mun í dag hefja greiðslur til minni kröfuhafa sem eru undanþegnir nauðasamningum og hafa skilað inn öllum nauðsynlegum gögnum. Slitastjórnin mun einnig innan skamms hefja greiðslur til annara kröfuhafa.