Svissneski seðlabankinn mun þann 22. janúar næstkomandi taka upp neikvæða vexti á óbundnum innstæðum yfir 10 milljónum franka. Munu vextirnir nema -0,25% og er breytingunni ætlað að vinna gegn styrkingu svissneska frankans.

Hrun rúblunnar og lækkanir á olíumörkuðum hafa gert öryggið í Sviss meira aðlaðandi fyrir fjármagnseigendur og hefur svissneski frankinn styrkst töluvert í kjölfarið. Ákvörðun seðlabankans hafði strax áhrif á gengið og lækkaði gengi frankans gagnvart evru úr 1,203 í 1,201 í dag.

Svissneski seðlabankinn hefur sett það markmið að halda genginu undir 1,2 og bregst hann við ef gengið fer yfir það.