Kjell I. Bakkmoen, verkefnastjóri hjá C.F. Möller, sem vann samkeppni um hönnun háskólasjúkrahússins, staðfestir að margvíslegir kostnaðarliðir sem tengjast munu framkvæmdum við sjúkrahúsið séu ekki inni í þeim kostnaðartölum sem gefnar hafa verið upp opinberlega. Kveðst hann vita áætlaðan kostnað fyrir þá verkþætti en telur eðlilegt að verkkaupinn tjái sig um þau atriði. Kostnaðaráætlun sjúkrahússins frá því í janúar 2007, sem hljóðar upp á 97 milljarða á núvirði, segir hann fjalla um verkið eins og það var þá, en breytingar hafi verið gerðar frá þeim tíma og kostnaðaráætlunin hafi verið löguð að þeim breytingum.

„Kostnaðaráætlunin frá því í janúar er því ekki fullkomlega í samræmi við núverandi stöðu verkefnisins,“ segir hann. „Sumir áfangarnir hafa gengist undir talsverðar breytingar, svo sem legudeildir og rannsóknarstofur, þannig að við höfum vitanlega þurft að breyta verkefninu í samræmi við það og kostnaðartölum einnig. Breytingarnar í kostnaðaráætlun endurspegla breytingarnar á verkefninu.“

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .