*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Innlent 21. október 2015 20:13

Nöfn 400 Íslendinga tengjast skattrannsókn

Skattrannsóknarstjóri mun rannsaka mál 30 einstaklinga. Mál annarra verða send til ríkisskattstjóra.

Ritstjórn
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.

Um 400 Íslendingar eru sagðir tengjast þeim félögum sem voru í gögnum sem skattrannsóknarstjóri keypti í vor. Þetta kemur fram hjá Ríkisútvarpsinu.

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að mál 30 einstaklingar verði rannsökuð frekar og segir hún að um verulegar fjárhæðir sé að ræða, tugir milljóna og allt að nokkrum hundruðum milljóna króna.

Bryndís segir að félög skráð á Bresku Jómfrúreyjunum hafi verið mest áberandi í gögnunum sem keypt voru.

Gögn þeirra sem skattrannsóknarstjóri rannsakar ekki verða send til ríkisskattstjóra sem yfirfara þau.