Rúmlega 30 manns missa vinnuna hjá fiskvinnslunni Norðurströnd ehf. á Dalvík vegna yfirvofandi gjaldþrots fyrirtækisins. Gjaldþrotabeiðni Íslandsbanka verður væntanlega tekin fyrir á fimmtudag í Héraðsdómi Norðurlands eystra, að sögn Guðmundar St. Jónssonar, framkvæmdastjóra Norðurstrandar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Guðmundur að unnið hefði verið að fjárhagslegri endurskipulagningu rekstursins í allt að þrjá mánuði en þessi hefði orðið niðurstaðan. Vinnsla hefur legið niðri á meðan.