Norski seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína í dag um 175 punkta og eru vextirnir þá 3% (voru áður 4,75%).

Fram kemur á vef E24 í Noregi að lækkun stýrivaxta um 175 punkta sé nokkuð umfram væntingar greiningaraðila sem höfðu spáð því að vextirnir yrðu lækkaði um 1,5%.

Fram kom í máli Jan Qvigstad, seðlabankastjóra þegar hann rökstuddi ákvörðun bankans að verðbólguþrýstingu í Noregi hefði dvínað verulega síðustu vikur í ljósi minnkandi einkaneyslu.

Þá telja greiningaraðilar, og  Qvigstad neitaði því ekki, að bankinn muni lækka stýrivexti sína enn frekar en næsta stýrivaxtaákvörðun bankans er þó ekki fyrr undir lok mars. Þó telja heimildir Aftenposten að bankinn muni í lok janúar tilkynna um frekari lækkanir.