Norsk yfirvöld eru tilbúin að lána Íslandi 500 milljón evra til langs tíma til að hjálpa Íslandi að stíga út úr þeirri fjármálakrísu sem nú stendur yfir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá norska fjármálaráðuneytinu.

Þá kemur fram að ríkisstjórn Noregs muni eins fljótt og auðið er leggja tillögu fram fyrir þingið þess efnis að lánið verði ríkistryggt.

Utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre er nú staddur hér á landi og átti hann fund með bæði Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra og Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Ekkert kom fram um upphæðir lánsins eftir fundi ráðherranna.