Norski fjárfestirinn Endre Røsjø og MP Banki hf. hafa náð samkomulagi um að Røsjø eignist hlut í bankanum að loknum fyrirhuguðum hluthafafundi í næsta mánuði og verði þar með virkur hluthafi við framtíðarþróun bankans.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu bankans.

Þar er haft eftir stjórnendum bankans þeim Gunnari Karli Guðmundssyni forstjóra og Margeir Péturssyni stjórnarformanni að þeir séu ánægðir með fjárfestinguna.

Þá er haft eftir Endre Røsjø að hann telji fjárfestinguna fela í sér mikil tækifæri. Hann vonist til að koma að fleiri verkefnum á Íslandi á næstunni, m.a. í gegnum norrænan fjárfestingasjóð.