Greiningardeild Merill Lynch telur yfirtökutilboð Novator í Actavis vera alltof lágt. ?Við teljum að yfirtökutilboð upp á 100 krónur á hlut myndi standa fullkomlega undir sér að því gefnu að spár um sölu og hagnað fyrir næstu misseri standist.,? segir Andreas Schmidt hjá greiningu Merill Lynch.

Í greiningu Merill Lynch  segir að miðað við tilboð Novators sé Actavis metið á mun lægri verðkennitölum en til dæmis Merck sem er í söluferli um þessar mundir. ?Þetta gefur vísbendingu um að tilboðið sé of lágt,? segir Andreas Schmidt. ?Af þessu má sjá að Novator getur ekki tapað á tilboði sínu, annað hvort kemur annar aðili með móttilboð sem um leið eykur verðmæti 38,5% hlutar Björgólfs Thors í Actavis eða að hann hreppir hnossið og um leið þann möguleika að geta selt Actavis fyrir mun hærri upphæð þegar fram líða stundir,? segir í greiningu Merill Lynch.