Endurskoðuð áætluð útgáfa íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs fyrir síðari hluta ársins 2011 til fjármögnunar nýrra útlána og afborgana er 14-18 milljarðar króna að nafnvirði en 20-26 að markaðsvirði. Útgáfan skipist jafnt milli þriðja og fjórða ársfjórðungs. Áætlunin miðast við núverandi aðstæður á fasteigna- og íbúðalánamarkaði.

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Þá áætlar Íbúðalánasjóður að ný útlán sjóðsins verði 12-16 milljarðar króna á síðari hluta ársins 2011. Þar ef er gert ráð fyriri að lán til lögaðila verði 2-3 milljarðar króna, er fram kemur í endurskoðaðri áætlun sjóðsins um útlán, greiðslur og útgáfu íbúðabréfa.

Óvissar ríkir um útlána- og útgáfuáætlanir sökum aðstæðna á fjármála- og fasteignamarkaði. Af sökum þess gefur Íbúðalánasjóður ekki upp nákvæmar tölur um áætluð útlán og útgáfu íbúðabréfa.

Íbúðalánasjóður áætlar að greiða 33-37 milljarða króna á síðari hluta ársins 2011 vegna fjármögnunar sjóðsins. Þar af verða 15-17 milljarðar greiddar á þriðja ársfjórðunig og 18-20 milljarðar á fjórða ársfjórðungi.