Á blaðamannafundi í morgun kom fram að fyrsta útgáfa Nyhedsavisen kemur út 6. október næstkomandi og hafa útgefendurnir ábyrgst að milljón lesendur muni lesa blaðið á degi hverjum, segir í frétt Børsen.

Ef blaðið mun ekki standast loforðið munu auglýsendur fá uppbótar auglýsingar í blaðinu og 33% endurgreiðslu, segir í fréttinni.

Tilboðið mun ná til þeirra sem kaupa auglýsingar fyrir meira en 250.000 danskar krónur (um þrjár milljónir króna) í blaðinu, en Nyhedsavisen hefur gert samkomulag við Gallup um mánaðarlegar mælingar á lestri blaðsins.

?Við kynnum þessa nýjung til að gefa auglýsendum tryggingu fyrir því að auglýsingin komist til skila," segir sölustjóri Nyhedsavisen René Slatanach.

Nýju fríblöðin 24timer og Dato hafa sætt gagnrýni auglýsenda fyrir að hafa ekki getað sýnt fram á að blaðið nái til þess fjölda fólks sem lofað var, segir í fréttinni.