Jean-Baptiste de Franssu, franskur kaupsýslumaður, hefur verið skipaður bankastjóri Vatíkanbankans í Róm. En skipun nýs bankastjóra er hluti af úrbótum á starfsemi bankans.

Eins og VB.is hefur verið að fjalla um hefur Frans páfi ráðist til ýmissa aðgerða til að endurvekja traust á Vatíkanbankanum og breyta starfsemi hans, en bankinn hefur meðal annars verið ásakaður um spillingu og peningaþvætti og hefur sætt rannsókn saksóknara á Ítalíu.

George Pell, fjármálaráðherra Vatíkansins, sagði á blaðamannafundi í dag að markmið hans væri að bankinn yrði ekki lengur hneykslismál, heldur fyrirmynd í fjársýslu.