Boðað hefur verið til hluthafafundar í N1 þann 20. ágúst næstkomandi þar sem kjör eins stjórnarmanns í aðalstjórn verður á dagskrá til að ganga í skugga um að aðalstjórn verði fullskipuð fram að næsta aðalfundi. Þessu greinir Vísir frá.

Rétt fyrir aðalfund N1 27. mars síðastliðinn dró einn frambjóðenda til aðalstjórnar, Jón Sigurðsson, framboð sitt til baka. Ekki var hægt að bregðast við hinum breyttu aðstæðum á þeirri stundu þar sem frestur um framboð til stjórnar var liðinn þegar afturköllun framboðsins barst.

Á næsta hluthafafundi verður því nýr stjórnaður kosinn auk þess sem lögð verður til breyting á samþykktum félagsins að fellt verði á brott ákvæði um kjör tveggja varastjórnarmanna Ástæðan þess er að frá síðasta aðalfundi hafa báðir kjörnir varastjórnarmenn sagt af sér. Stjórninn leggur því til að ákvæðið um varamenn verði fellt niður í stað þess að leggja til kjör nýrra varamanna í stjórn.