JPMorgan Chase, einn stærsti fjárfestingarbanki heims, hefur ráðið Stephen Cutler sem varaformann. Cutler starfaði áður sem aðallögfræðingur bankans.

Cutler mun taka við sínu nýja starfi í byrjun næsta árs, en ráðningin kemur í kjölfar þess að hinn vinsæli Jimmy Lee, sem áður gegndi starfinu, lést sviplega í síðasta mánuði.

Sem varaformaður mun Cutler vera forstjóranum og stjórnarformanninum Jamie Dimon innan handar.

Cutler gekk til liðs við JPMorgan árið 2007. Hann starfaði áður hjá Fjármálaeftirliti Bandaríkjanna (SEC) og hafði m.a. yfirumsjón með rannsóknum á risafyrirtækjunum Enron og WorldCom, sem bæði gerðust sek um stórfelld svik.