Seðlabankinn þarf að halda áfram að hækka stýrivexti á þriggja mánaða fresti til að tryggja aðhald, að sögn Daria V. Zakharova, nýs yfirmanns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi. Hún segir það hafa komið á óvart hversu góður viðsnúningurinn hafi verið í hagkerfinu hér eftir hrun og eigi þær þjóðir sem þurfi á neyðaraðstoð að halda að nýta sér nokkur þeirra ráða sem gripið var til hér.

Þetta kemur fram í samtali við Zhkharova við Bloomberg-fréttaveituna í dag þar sem farið er yfir stöðu efnahagsmála hér.

Á meðal þeirra þátta sem leitt hafa til þess að jákvæðs og snarps viðsnúnings hagkerfisins er sú ákvörðun að láta bankana fara í þrot og láta kröfuhafa þeirra taka skellinn á sig í stað skattborgara. Þá hafi verndarhendi verið haldið yfir velferðarkerfinu.

Zakharova segir sjóðinn búast við ágætum hagvexti hér á landi á næstu árum sem verði keyrður áfram af vexti í einkaneyslu. Þá hafi fjárfestingar komist á skrið til viðbótar við aukinn straum ferðamanna hingað. Á móti hafi vöxtur í innflutningur sett mark sitt á hagkerfið.

Rifjað er upp í viðtalinu að Seðlabankinn hafi hækkað stýrivexti í fimm skipti síðan í ágúst í fyrra. Síðasta vaxtahækkunin upp á 0,25 prósentur var í júní síðastliðnum og standa vextir nú í 5,75%.

Zhakarova segir frekari aðhald í fjármálum nauðsynlegt, ekki síst nú þegar unnið er að afnámi gjaldeyrishafta.