Norska fjölmiðlafyrirtækið Schibsted tilkynnti í dag að fyrirtækið hyggðist gefa út nýtt fríblað í Svíþjóð í gegn um dótturfyrirtæki sitt Aftonbladed, segir í frétt Dow Jones.

Blaðið mun heita .SE og verður gefið út í Stokkhólmi, Gautaborg og Malmö. Blaðið kemur út 2. október og verður dreift í um 300 þúsund eintökum.

Schibsted segir að fyrirtækið reikni með því að blaðið verði rekið með um 770 milljón krónu tapi árið 2007, en að blaðið geti staðið undir kostnaði eftir þrjú ár.