Félagið Mikligarður ehf., sem er í eigu Ragnars Más Ragnarsson byggingafræðings, hefur fengið úthlutað lóð við Aðalgötu 7 í Stykkishólmi. Í samtali við Skessuhorn segir hann að stefnt sé að því að byggja hótel á lóðinni, sem er ein stærsta verslunar- og þjónustulóðin í bænum.

Ragnar Már situr í bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og vék af fundi þegar málið var afgreitt. Í samtali við Skessuhorn segir hann að frumhönnun sé byrjuð. Grunnforsendan fyrir byggingu hótelsins, sem á að vera með 28 herbergjum, sé að traustur samstarfsaðili um rekstur hótelsins finnist.

Í Stykkishólmi búa um 1.100 manns og nýtur bærinn vaxandi vinsælda hjá ferðamönnum.