Greiningardeild Landsbankans metur virði hlutabréfa Kaupþings á 899 krónur á hlut. ?Við mælum með kaupum á bréfum bankans og yfirvogun í vel dreifðu eignasafni sem tekur mið af íslenska markaðnum,? segir greiningardeildin.

?Í kjölfar samtala við stjórnendur Kaupþings höfum við hækkað hagnaðarspá okkar fyrir árið 2007 í rúma 60 milljarða króna. Við gerum ráð fyrir meiri útlánavexti á næstu árum, sérstaklega í Danmörku og Bretlandi. Þóknunartekjur munu hækka í kjölfar ráðningar fjölda nýrra starfsmanna og stofnunar nýrra tekjudeilda. Þá er útlit fyrir að skatthlutfall samstæðunnar verði lægra en við höfum áður talið,? segir greiningardeildin.

Greiningardeildin áætlar að eiginfjárhlutfall Kaupþings banka sé um 16% og eigið fé að frádreginni viðskiptavild bankans ríflega 9%, en bankinn jók hlutafé sitt um 11% fyrir skömmu. Þá er endurfjármögnun ársins 2007 er lokið.

?Möguleikar bankans til að fylgja eftir áætlunum um hraðan innri og ytri vöxt eru því miklir. Fyrir liggur að bankinn hyggst kaupa evrópska fjármálastofnun og gerum við ráð fyrir að tilkynnt verði um slík kaup strax í upphafi árs 2007,? segir greiningardeildin.