Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, leggur til að skattar á fátækt fólk verði lækkaðir og dregið úr undanþágum á skatta á hina efnameiri. Þetta sagði Obama þegar hann kynnti stefnu sína í ríkisfjármálum. Þessi stefna er þó ekki eiginleg fjárlög, eftir því sem fram kemur á vef BBC.

Obama leggur til að lágmarkslaun verði hækkuð og að framlög til að styrkja innviði samfélagsins. Stefna forsetans myndi fela í sér töluverða lækkun á útgjöldum. „Efnahagur okkar snýst um val okkar og gildi,“ sagði Obama á blaðamannafundi í grunnskóla í Washington í dag.