Englandsbanki hélt stýrivöxtum óbreyttum í 0,5%. Þeir hafa staðið óbreyttir síðan í mars árið 2009 og hafa ekki verið lægri síðan bankinn var stofnaður árið 1694.

Niðurstaðan er í takt við væntingar markaðsaðila enda hefur lítil breyting orðið á þróun efnahagsmála í Bretlandi. Fastlega er búist við að Mario Draghi, starfsbróðir King hjá evrópska seðlabankanum, hafi heldur ekki mælt með því að hreyfa við stýrivöxtum á evrusvæðinu að sinni.