Að undanförnu hafa verið miklar sveiflur á norskum hlutabréfamarkaði og sem dæmi um það má nefna að OBX vísitalan hefur hækkað frá ársbyrjun um 7,5%, þrátt fyrir að lækkanir frá byrjun maí nemi rúmlega 12%, segir greiningardeild Kaupþings banka.

?Dagurinn í dag var þó einn af þeim kröftugri, en OBX vísitalan féll um rúm 5,5%, og er það sjötti versti dagur vísitölurnar frá því 1995. Þessar harkalegu lækkanir koma í kjölfar lækkana í Ameríku og Asíu en þar eru lækkanirnar m.a. raktar til viðvarandi vangavelta um vaxtahækkanir," segir greiningardeild Kaupþings banka.

Að auki lækkaði olíuverð, tunnan er nú 68 bandaríkjadalir en fyrir skömmu var verðið yfir 70 bandaríkjadölum.

?Það voru því olíufyrirtæki sem leiddu lækkanir dagsins og þar fóru fremst í flokki Statoil með lækkun upp á 6% og Norsk Hydro með 5,9% lækkun. Lækkanir voru þó fjarri því að vera bundnar við olíutengd fyrirtæki en fara þurfti niður í 43 sæti listans yfir veltumestu félögin í Noregi til að finna hækkun," segir greiningardeildin.