Sæstrengur
Sæstrengur
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Emerald Atlantis og TE SubCom hafa skrifað undir samning um lagningu á nýjum hágæðasæstreng af nýrri kynslóð sæstrengja, til gagnaflutninga á milli Íslands, Norður-­Ameríku, Bretlandseyja og meginlands Evrópu. Um er að ræða tugmilljarða króna verkefni.

Sjávarbotnsrannsóknir munu fara fram í ágúst á þessu ári og áætlað er að Emerald Express sæstrengurinn verði framleiddur næsta vetur, lagður næsta sumar og verði tekinn í notkun seint á því ári.

Bætir gagnaflutning

Emerald Express sæstrengurinn, sem ætlaður er til gagnaflutninga, er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum og afkastagetan er upp á 60.000 gígabæt á sekúndu. Er það mun meiri afkastageta en núverandi sæstrengir hafa. Sæstrengurinn mun bæta mjög gagnaflutning á milli Norður-Ameríku og Evrópu og styðja myndarlega við uppbyggingu á nýjum gagnaversiðnaði á Íslandi.

Sæstrengurinn er 5.200 km sem vinnur á miklum hraða með mikla gagnaflutningsgetu. Á Emerald Express sæstrengnum eru tveir neðansjávartengipunktar út af ströndum Nýfundnalands og Írlands fyrir stækkunarmöguleika í framtíðinni. Sæstrengurinn hefur mikla bandbreidd.

Ísland vel samanburðarhæft

“Á Íslandi er nútímalegt og tæknilega þróað fjarskiptanet sem stenst fyllilega alþjóðlegan samanburð. Ásamt umhverfisvænni orku gerir þetta Ísland er kjörinn stað fyrir gagnaver sem stór alþjóðleg fyrirtæki horfa til. Með tilkomu Emerald Express sæstrengsins mun Ísland geta boðið upp á aukinn áreiðanleika og hraðvirkari gagnatengingar til Bandaríkjanna, sem eykur möguleika á að þjóna alþjóðafyrirtækjum sem vilja hýsa tölvubúnað sinn á Íslandi" segir Þórður Hilmarsson, forstöðumaður Íslandsstofu.