Ölgerðin leiddi hækkanir á Aðalmarkaði kauphallar Nasdaq á Íslandi í dag en alls hækkaði gengi hlutabréfa félagsins um 3,3% í 276 milljóna króna viðskiptum. Gengi hlutabréfa Eikar fasteignafélags hækkaði næst mest í viðskiptum dagsins, eða um 2,75% í aðeins 64 milljóna króna veltu.

Heildarvelta viðskipta dagsins á Aðalmarkaði nam 2,8 milljörðum króna en OMXI15 úrvalsvísitalan lækkaði lítillega, eða um 0,08%, og stendur nú í 2.357,44 stigum.

Gengi Haga lækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 1,33% en lítil hreyfing var á gengi flestra félaga á Aðalmarkaði í dag.

Á First North markaðnum hækkaði gengi Arnarlax um 4,32% þó í einungis 5 milljóna króna veltu. Gengi annarra félaga á First North stóð í stað enda voru engin viðskipti með bréf annarra félaga ef frá er talið Play. 2 milljóna króna viðskipti hreyfðu ekki við gengi flugfélagsins.