Hagnaður Olíudreifingar ehf. nam 46,5 milljónum á síðasta ári og dróst saman um ríflega 400 milljónir milli ára. Félagið er í eigu bæði N1, sem á 60% hlutafjár, og Olíuverslunar Íslands sem á 40%.

Olíudreifing ehf. sér um dreifingu og birgðahald olíu fyrir olíufélögin tvö.

Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2012 námu rekstrartekjur samtals tæpum 2,7 milljörðum króna. Eignir félagsins nema um 3,9 milljörðum og skuldir þess nema um 2,4 milljörðum. Eiginfjárhlutfall um áramót var 39%. Í stjórn Olíudreifingar sitja Bjarni Ármannsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Kristján Jóhannsson og Ólafur Sigurðsson. Framkvæmdastjóri félagsins er Hörður Gunnarsson.