Bensín
Bensín
Olíufélögin hafa öll lækkað verð á eldsneyti í dag. Verðlækkunin nemur þremur krónum. Lítraverðið er ódýrast hjá Orkunni en þar kostar bensínlítrinn 232,40 krónur samanborið við 234,5 krónur hjá Skeljungi þar sem verðið er hæst. Lítraverð á dísilolíu kostar 232,40 krónur hjá Orkunni og 232,80 krónur hjá Skeljungi.

Atlasolía lækkaði fyrst bensínstöðva í morgun og þar kostar beníslíterinn 232,50 krónur. Í ágústmánuði hefur eldsneytisverð lækkað um tíu krónur. Rekja má lækkunina til lækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu síðustu daga. Þó hefur verð á Brent-Norðursjávarolíu hækkað aftur eftir lækkun í morgun og nemur hækkunin nú 1,28% það sem af er degi og WTI olían hefur hækkað um 1,01%