Þingmenn Samfylkingarinnar vilja hækka fæðingarorlofsgreiðslur og lengja fæðingarorlof. Síðasta þriðjudag lögðu þeir fram frumvarp um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof.

Samkvæmt því eiga mánaðarlegar greiðslur til foreldris að hækka úr 370 þúsund krónum á mánuði í 500 þúsund strax um áramótin.

Hækkunin nemur 35%. Samkvæmt frumvarpinu á fæðingarorlofið að lengjast töluvert. Sjálfstæður réttur hvors foreldris á að verða fimm mánuðir og sameiginlegur réttur tveir mánuðir.

Samtals eru þetta 12 mánuðir. Í dag er sjálfstæður réttur hvors foreldris þrír mánuðir og sameiginlegur réttur þrír.