Afkoma stoðtækjafyrirtækisins Össurar er í takt við væntingar, að mati IFS Greiningar , sem segir ljóst af uppgjöri sem fyrirtækið birti í dag að hagræðingaraðgerðir stjórnar fyrirtækisins hafi skilað meiri árangri en reiknað hafi verið með. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins nam 22 milljónum dala og hefur hann aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi hjá Össuri.

IFS Greining hafði spáð því að tekjur myndu nema 104,7 milljónum dala og hagnaði upp á 65,4 milljónir dala. Raunin varð sú að tekjur námu 105 milljónum dala og hagnaði upp á 13 milljónir dala eftir þriðja ársfjórðung. IFS Greining beinir sjónum sínum að rekstrarkostnaði, sem hafi verið nokkru lægri en spáð hafði verið. Hagræðingin fólst m.a. í uppsögnum á fólki, tilfærslu á framleiðslu og tengdum þáttum.

IFS Greining birtir nýtt verðmat á Össuri á morgun.