Bloomberg segir um helgina frá manni sem hefur ekki borgað af húsnæðisláni sínu upp á 1,5 milljón dollara, frá árinu 2002. Vogunarsjóður sem taldi sig hafa keypt lánið ásamt öðrum í formi eignatryggðs skuldabréfs hefur nú gefist upp á að leysa til sín húsið. Ekki hefur tekist að sýna fram á að lánið sé í þeirra eigu með viðeigandi skjölum og pappírum.

Dómarar í að minnsta kosti fimm ríkjum í Bandaríkjunum hafa stöðvað fjárnám vegna vanskila á húsnæðislánum, vegna þess að þær fjármálastofnanir hafa pakkað húsnæðislánunum saman í eignartryggt skuldabréf og selt áfram. Þau fyrirtæki sem hafa síðan keypt bréfin hafa síðan lent í viðlíka vandræðum og greint er frá hér að ofan.

Svo virðist sem löggjöf sem snýr að þessu sé óskýr. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, endurskoðar nú reglur um uppbyggingu og smíði eignatryggðra skuldabréfa með veði í húsnæði.

Um 19% af öllum útistandandi húsnæðislánum í Bandaríkjunum hefur verið pakkað saman í framseljanleg skuldabréf.